Björg Einarsdóttir er löggiltur sjúkranuddari. Hún útskrifaðist frá Canadian College of Massage and Hydrotherapy í Canada sumarið 1992 og rak síðan eigin nuddstofu þar í 2 ár. Hún stundaði líka nám á öðrum sviðum, tók m.a. Reikimeistarann hjá Lindu Lidke 1994, Multidimensional Intergrative healing Hjá Sue Bansen 1992, Svæðanudd 1992 og Aromatherapy 1994. Einnig var hún í þjálfun hjá ýmsum kennurum í hugleiðslu og andlegum málum. Hún var lengst hjá Donnu Cheff, Pathway Services í Canada, 4 ár, 1990 til 1994. Meðan á dvölinni í Canada stóð, tók Björg einnig námskeið í stjörnuspeki hjá Dale Osadchuk. Námskeiðin samanstóðu af praktískri stjörnuspeki og hugleiðslum inná mystík , orku og eiginleika plánetanna.
Björg var líka 2 vetur í Hugræktarskóla Lífsýnar hjá Erlu Stefánsdóttur, fyrst veturinn 1989-1990 og síðan sem leiðbeinandi veturinn 1997-1998. Einnig tók hún hjá Erlu námskeið í Heilun 1998, Shamanisma I og II árið 1999 og námskeið um Tengingar og tóna orkustöðvanna sama ár. Björg fór einnig í gegnum þrjár innsetningar, í Kundalíní Yoga 2000-2002 hjá Guruji Maha Maharishi Dr. Paranjothiyar. Árið 2006 tók hún þátt í „Sacred Journey“ í Peru í Suður-Ameríku námskeið með Malku innfæddum Shamanni og Barböru Ann Wolf Reikimeistara og hugleiðslukennara frá Englandi. Námskeið í Fyrrilífsheilun með Bandaríska geðlækninum dr. Brian Weiss árið 2007, „Sacred jurney“ til Bali Indónesíu, hugleiðslunámskeið með Barböru Ann Wolf 2008, og 2009 „ Healing Beyond the Bounds of Reason“ námskeið hjá dr. Caroline Myss U.S.A, um sjö dygðir orkustöðvanna og andhverfur þeirra.
Björg útskrifaðist sem stjörnuspekingur frá Stjörnuspekiskóla Gunnlaugs Guðmundssonar í Maí 2010. Einnig lærði Björg dáleiðslu og útskrifaðist frá International School of Clinical Hypnotherapy 2012
Björg er reglulega með hugleiðslunámskeið sem hún hefur verið að þróa síðan 1992, og einnig Reiki námskeið.